top of page

  Landselur

Landselur(Phoca vitulina), líka láturselur eða vorselur, er ein útbreiddasta og fjölmennasta selategund heims, með 4-500 þúsund dýr, þar af 70-90 þús. við Ísland. Landselur lifir alls staðar fyrir ofan nyrðri hvarfbaug nema sá hluti Íshafsins, sem fær ekki hita frá Golfstraumnum. Hann lifir nærri landi og kemur upp á sendnar fjörur á sumrin til að látra.

 

Þeir eru gráir, gulgráir eða brúnir á lit og með svarta eða ljósa díla (fer eftir háralit) og ljósan maga. Liturinn er mismunandi eftir aldri og kyni. Þeir eru með litla hreifa og stórt og hnöttótt höfuð og hafa stór augu. Hann verður allt að 2m og 100-150 kg.

Brimillinn (karldýrið) er oftast ívið stærri en urtan (kvendýrið) en lifir aðeins í 20-25 ár á meðan urtan lifir í 30-35 ár. Brimlarnir lifa skemur út af bardögum þeirra, sem þeir nota til að eignast rétt yfir kynmökum við urturnar, en selir eru fjölkvænisdýr. Urturnar kæpa svo í maí-júní og alltaf á sama stað. Þær kæpa einum kóp og hafa hann á spena í u.þ.b. mánuð.

 

Selurinn nærist aðallega á smáfiskum, smokkfiskum, steinbít,þorsk og öðrum hryggleysingjum en hann getur kafað í 25 mín. og á 50m dýpi en kafar sjaldan meira en 20m fyrir æti. Hann syndir líka upp ár til að veiða lax og silung.

 

 

Heimildir

 

bogkrabbi mynd  http://arc.is/wp-content/uploads/2012/11/Bogkrabbi__Green_Crab_.png

Mynd af ál http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/5/58/Anguilla_anguilla.jpg

 

landselur mynd http://cdn.c.photoshelter.com/img-get2/I0000o9N1uzaGlRI/fit=1000x750/SelurEG1-9701-2.jpg

 

bottom of page