top of page

Flokkun lífvera

Við flokkum lifverur í fimm flokka:  Bakteríur,  þörunga & frumdýr, sveppi & fléttur, plöntur & dýr.

Við flokkum síðan dýr í níu flokka: Svampdýr og holdýr, lindýr og skrápdýr, orma, krabbadýr, áttfætlur og fjölfætlur, liðdýr, fiska, froskdýr og skriðdýr, fugla og spendýr

Kræklingur

 

Kræklingur (mytilus edulis) einnig kallaður krákuskel, bláskel eða Kráka, er samloka af kræklingaætt.

Kræklingur býr í N-Atlantshafi frá suðurströnd BNA til Maine, þar sem hann er í sambýli við aðra kræklingategund. Í Evrópu býr hann frá Frakklandsströnd til Íslands og Novaya Zemlya í Rússlandi. Undirtegundin Mytilus edulis platensis lifir svo við strendur Síle og Falklandseyjar. Hann lifir aðallega í steinfjörum þar sem hann bindur sig við steina.

 

Svartbakur

 

Svartbakur eða veiðibjalla (Larus marinus) er tegund af mávi sem býr við N-Atlantshaf. Hann er stærstur í mávafjölskyldunni og er auðþekktur á rauða blettinum á goggnum hans, svarta bakinu og vængjunum, mikilli stærð hans og hvítum haus, háls og maga. Ungviðin hafa köflótt, svart-brúnt bak og gráhvítan búk og höfuð.

 

 

Áll
 

Állin (Anguilla anguilla á latínu) er langur fiskur sem líkist slöngu. Állinn er líka kallaður evrópski állinn til að greina frá þeim ameríska. Aðalmunurinn milli þeirra er að ameríski állinn hefur 107 hryggjarliði en sá evrópski 114.

Álar hrygna á vorin í Þanghafi á 400-700 m dýpi, en sjórinn getur orðið 6.000 metra djúpur á því svæði. Hrognin berast svo eftir Golfstraumnum til stranda Evrópu á u.þ.b. einu ári. Er þau nálgast land myndbreytast þau og verða þá glær. Þá kallast þau glerálar og eru 6-8 cm.

Þegar álarnir fara í ferskvatn taka þeir á sig gulbrúnan lit og kallast þeir þá álaseiði og guláll. Þeir vaxa þá um 5-6 cm á ári við 22-3 stiga hita. Þegar hann hefur náð u.þ.b. hálfs- til eins metra lengd  byrja auga hans að stækka, bakið að dökkna, magginn verður silfraður og slím á húð hans minnkar. Hann heitir núna bjartáll og fer svo í Þanghafið til að hrygna. Hann hættir svo að borða og meltingarfæri hans skreppa saman en kynfærin stækka og þroskast. Hann makast (karlinn er þá 50 cm og kerlan 1 m)  og deyr svo eftir hrygningu.

Álastofn hefur minnkað um 70% frá 1970 en ekki er vitað af hverju. Hann er vel ætur og mikilvægur matfiskur í mörgum stöðum og líka jólamatur í Svíþjóð.

 

Marflær

 

Marflær eru krabbadýr án höfuðskelja af ættinni Amphipoda. Þær eru frá 0,1 til 34 cm á lengd og eru flestar rotverur. Það eru yfir 9.500 tegundir af marflóm sem vitað er um. Þær lifa flestar í sjó en finnast í flestum vatnsvistkerfum. U.þ.b. 1900 tegundir (20% tegunda) lifa í ferskvatni. Nafnið Amphipoda er latína fyrir „öðruvísi fætur“ en marflær hafa tvær gerðir af fótum.

 

 

bottom of page